Naestifundur.png
N8jan2015cnet.jpg
skraningafundinn.png
n8verd14.jpg

___________________

skraningapostlista.png

___________________

_____________________

 


 


 

Um 100 manns mættu á fyrsta fund Náum áttum á árinu sem fjallaði um snjalltæki og skólastarf.  Hér má nálgast allt efni um fundinn, glærur, samantekt og annað sem tengist fundinum.
meira

Fyrsti fundur Náum áttum á nýju ári er um snjalltækjavæðinguna og hvernig hún hefur möguleg og ómöguleg áhrif í grunnskólastarfi.  Fyrirlesarar eru þau Björn Rúnar Egilsson frá Heimili og skóla, Linda Heiðarsdóttir aðstoðarskólastjóri Laugalækjarskóla og Sigurður Haukur Gíslason grunnskólakennari. Erindi þeirra fjalla um ýmsar hliðar netvæðingar og áhrif algengra snjalltækja á skólastarfið, nemendur og kennara.

meira
n8b.jpg

Nýtt frumvarp um sölu áfengis í matvöruverslunum var til umfjöllunar á þessum fyrsta fundi Náum áttum í vetur miðvikudaginn 1. október. Mikil umræða er nú að hefjast um þetta frumvarp en það er ekki í fyrsta sinn sem þingmenn leggja fram tillögu sem þessa sem m.a. kveður á um að einkasala ríkisins ÁTVR verði færð í hendur einkaaðilum. 

meira
14mai14.jpg

Fjallað var um barnafátækt á Íslandi á síðasta fundi vetrarins hjá Náum áttum fræðsluhópnum 14. maí sl., fundarstjóri var Steinunn Bergmann;  „málefnið ekki nýtt, þarft að ræða um líðan og stöðu barna í þessum aðstæðum.“  Nokkrir punktar úr erindum fundarins:

meira

Á síðasta Náum áttum fundi vetrarins, miðvikudaginn 14. maí n.k., verður fjallað um barnafátækt á Íslandi.  Fyrirlesarar að þessu sinni verða þær Margrét Júlía Rafnsdóttir, verkefnastjóri hjá Barnaheillum - Save the Children á Íslandi sem fjallar um barnafátækt - brot á mannréttindum barna, Elísabet Karlsdóttir, félagsráðgjafi, MA. verkefnastjóri RBF fjallar um aðstæður reykvískra barnafjölskyldna og erindi Vilborgar Oddsdóttur, félagsráðgjafa hjá Hjálparstofnun kirkjunnar, heitir "Hver er svo raunveruleikinn"? 

meira
14mars14smal

Næsti morgunverðarfundur 12. mars nk tekur fyrir málefni sem varða næturlíf og neyslu í íslensku samfélagi.  Erindi flytja (1) Jóhann Karl Þórisson - aðalvarðstjóri Lögreglustöð miðborgar "...uns dagur rennur á ný", Skemmtanamenning í miðborginni, þróun undanfarinna ára,  hvert stefnum við? Skemmtanalífið í miðborginni  skoðað með augum lögreglunnar,  (2) Eydís Blöndal - varaformaður Sambands íslenskra framhaldsskólanema, "hvað segir unga fólkið um næturlífið?" og (3) Sveinbjörn Kristjánsson - sérfræðingur frá Embætti landlæknis "áfengisneysla Íslendinga og áhrif hennar á annan en neytandann", Hefðbundið er að kanna skaðsemi áfengis á neytandann eða samfélagið í heild. Í þessu erindi verður farið verður yfir kannanir frá árunum 2001 og 2013 á neyslu áfengis og neikvæðum áhrifum hennar á annan en neytandann. Þær samantektir sem koma frá lögreglu og Embætti landlæknis eru nýlegar en talsverð umræða hefur verið undanfarið um skemmtanahaldið í miðborginni.  

Fundurinn hefst kl. 08.15 á Grand hótel miðvikudaginn 12. mars nk. Fundurinn er opinn öllum á meðan húsrúm leyfir.  morgunverðarfundi Náum áttum PDF.

Skráning hér

meira

Mjög góð mæting var á fyrsta Náum áttum fund ársins enda umfjöllunarefnið áhugavert og aðkallandi; brotthvarf úr framhaldsskólum. Að þessu sinni voru yfir 140 gestir mættir í salinn sem telst vera metmæting á morgunverðarfundina.  Fundarstjóri var Salbjörg Bjarnadóttir, geðhjúkrunarfræðingur hjá Embætti landlæknis og fyrirlesarar þau Kristrún Birgisdóttir - sérfræðingur í mennta- og menningarmálaráðuneytinu sem fjallaði um niðurstöður skráningar um ástæður fyrir brotthvarfi nemenda úr íslenskum framhaldsskólum 2013, Magnús Þorkelsson - skólameistari Flensborgarskóla en hans erindi hét Hvenær hættir maður í skóla og hvenær hættir maður ekki í skóla? og Þorbjörn Jensson - forstöðumaður Fjölsmiðjunnar með erindið Tækifæri á hliðarlínunni - inná brautina aftur.  Hér má sjá fundargerðina, um erindin, glærur frá fyrirlesurum og myndir sem Odd Stefán ljósmyndari tók.

 

meira