Jón Sigfússon, framkvæmdastjóra R&G (Rannsóknir og greining):
Staða ungs fólks utan framhaldsskóla
Gísli Ragnarsson, skólameistari Fjölbrautaskólans við Ármúla
Áhrif niðurskurðar á framhaldsskóla
Hervör Alma Árnadóttir, lektor í félagsráðgjafardeild HÍ
Stuðningur til náms við ungmenni sem búa við félagslega erfiðleika
Opnar umræður í lok fundarins:
Miðvikudaginn  17. nóvember var haldinn morgunverðafundur á vegum samstarfshópsins Náum áttum. Fundarefnið að þessu sinni var áhrif niðurskurðar á framhaldsskólum og brottfall. Þrjú erindi voru á dagskránni, Jón Sigfússon framkv.stjóri Rannsókna og greininga fjallaði um stöðu ungs fólks utan framhaldsskóla úr rannsókn frá 2009, Gísli Ragnarsson skólameistari fjallaði um áhrif niðurskurðar á framhaldsskóla og Hervör Alma fjallaði um stuðning til náms fyrir ungmenni sem búa við félagslega erfiðleika.
Í erindi Jóns kom fram að ungt fólk utan skóla og atvinnulaust eyðir meiri tíma í sjónvarphorf og netnokun en þeir sem stunda nám. Þeir nota einnig meira áfengi og tóbak og ólögleg vímuefni. Þessi hópur hefur einnig oftar leitað sér meðferðar vegna vímuefnaneyslu.  Í erindi Gísla kom fram að heildaniðurskurður frá hruni er um 19,5% en tók fram að það væri fyrir utan sértekjur skólanna. Stóru skólarnir eru með fleiri brotfallsnema sem þurfa oft meiri stuðning en þurfa nú að skera meira niður. Eini kostnaðarliður sem skólarnir eiga eftir að skera niður séu launaliður. Það þýði minni kennlsa og þjónusta sem aftur leiði til þess að færri pláss fyrir nemendur sem gæti aukið atvinnuleysi ungs fólks. Stór hluti þeirra sem ekki fékk skólavist nú í haust er ungt fólk á aldrinum 18-25 ára sem ætlaði sér að hefja nám aftur, þ.e. brotfallsnemendur sem snúa aftur.  Í erindi Hervarar kom fram mikilvægi stuðnings fjölskyldu og hvantning til náms til að ungmennin ljúki námi. Hún studdist við rannsókn þar sum ungt fólk var spurt um þjónustu og þarfir. Úrtakið var ekki stórt en fram kom að flest höfðu slæma reynslu af grunnskólanum og því illa undirbúin fyrir framhaldsnám. Þetta unga fólk vildi stunda nám en þau úrræði sem í boði eru til að auðvelda þeim það, nýttust þeim að litlu leyti.
Í ljósi niðurstöðu rannsóknarinnar um stöðu ungs fólks utan skóla og þeim upplýsingum sem fram koma í erindum og umræðum á eftir er ekki ákjósanleg staða að fjölga atvinnulausum ungmennum, utan náms. Sérstaklega í aldurshópnum 16- 18 ára en gefa þarf sérstakan gaum að þeim aldurshópi. Í umræðum að erindum loknum var velt upp spurningum m.a. hvort í þessu fælust tækifæri til að endurskoða menntakerfið – er það of dýrt? Einnig voru umræður um hvort þurfi að bregðast fyrr við vandamálum en gert er í dag. Aftur var ítrekað mikilvægi foreldra og foreldrastarfs. Fram kom ósk um að fundarmenn veittu liðsinni í baráttunni gegn frekari niðurskurði. Þá var skorað á þá sem vinna með foreldrum að hvetja þá og skýra mikilvægi stuðning þeirra við börn sín. Einnig var bent á félagslegt umhverfi ungmenna og hlutverki þeirra t.d. félagsmiðstöðvar og ungmennahús fyrir 16-18 ára sem mætti opna. Félagsauður ÍTR og fleirri slíkra aðila og tengsl þeirra við unglinga tapast eftir að grunnskóla líkur.