Framsöguerindi voru frá Braga Guðbrandssyni og Halldóri Haukssyni sem fjölluðu um verkskiptingu ríkis og sveitarfélaga og hvort breytinga færi þörf, Guðrún Marínósdóttir, deildarstjóri Barnaverndar Reykjavíkur sem fjallaði um hlutverk barnaverndar og síðast sagði foreldri frá reynslu sinni.  Í erindum kom fram að miklar breytingar hafa verið gerðar á þjónustustöðum fyrir foreldra með börn í vímuefnavanda en margt mætti betur fara þar sem of mikið er um börn sem ekki næst að aðstoða fyrr en vandinn er orðinn illviðráðanlegur.