Guðlaug Júlíusdóttir, félagsráðgjafi BUGL  (glærur með fyrirlestri)
Orðið „fíkn“ er ekki notað í greiningu á vandanum sem snertir tölvur, meira orðið „ávani“.
Vítahringur skapast á löngum tíma, tölvan tekur völdin á heimilinu og er miðja alls sem gersti í samskiptum. Þegar málin eru komin á BUGL hafa samskiptin orðið mjög neikvæð og erfið.
Meðferð:  HAM (hugræn atferlismeðferð) er mikið notuð þótt samsett meðferð með lyfjum og HAM gefist oft mjög vel (kvíðastillandi lyf). Þekking á meðferð við fíkn, fjölskyldumeðferð til að vinna með neikvætt samskiptamynstur+atferlismótun fyrir yngri börn geta einnig verið gagnlegar meðferðarnálganir”.
Tölvur eru stór hluti af lífi allra og því erfitt að ramma af notkun sem ekki er eðlilegur hluti af lífi barna og foreldra. Merkja ætti tölvur svipað og sígarettupakkana, aðvaranir um hættur og hvað sé í lagi og hvað ekki.  Foreldrar þurfa frá fyrsta degi að taka á þessu máli og ramma af notkunarreglur barna í kringum nýja tölvu heimilisins. Tölvuforrit geta alveg verið góð og þroskað fólk. En börnin þurfa að þroskast innan um fólk og öðlast þannig félagslega færni.
Leita samt ráða sem fyrst td. á heimasíða SAFT eða til skólasálfræðings.
Tómas Eldjárn sagði sögu sína
Fengu borðtölvu bræðurnir 13 ára, hættu báðir í tómstundastarfinu og heltu sér í tölvuna, sem var strax heillandi.  Fermingar peningurinn fór í töluvkaup, gat þá stjórnað öllum sínum málum.  Foreldrum fannst þetta í góðu lagi, þekktu ekki til annars.  Var feiminn og einangraður, kynntist fólki á netinu, nýir félagar.  Byrjaði að skrópa mikið í 10. bekk, rétt náði að klára námið, námsráðgjafinn náði í hann heim í prófin.  Í framhaldsskóla var allt félagslíf í tölvunni og er ekkert í sambandi við vini í skóla. Reynt að koma Tómasi til sálfræðings en hann vildi enga aðstoð.  Endar í meðferð á Stuðlum.  Byrjaði aftur í menntaskóla og fékk mikla hjálp, 14-20 manns voru að reyna að hjálpa. Það var ekki fyrr en nýtt áhugamál, útivera kom inní lífið að tölvan varð meira útúr. Útivistaráhuginn kom eftir ferð með Hálendishópnum. Sex árum eftir að tölvan kom fyrst inní líf Tómasar sá hann einn daginn að hann réði ekki við tölvuna, var fastur í henni.  Gaf bróður sínum tölvuna og notaði bara töluvleikjalausa tölvu eftir það. Sá smá saman hvað hann var í raun útúr lífi fjölskyldunnar.  Kúpplaði sig útúr tölvunni og finnur núna hvað hann var háður heimi netsins og að togkrafturinn er smá saman að verða að engu.  Er mjög þakklátur núna fyrir hvað margir voru að reyna að hjálpa honum útúr þessum vanda. Það hafði úrslitaáhrif. Tekur tíma að komast úr þessum ávana, en það skilar árangri ef vel er haldið á spöðum.
Hafþór Birgisson, tómstunda- og félagsmálafræðingur   (glærur með fyrirlestri)
Hefur unnið í fyrirlestrum frá 2004, í samstafi við SAFT.  Mikið komið í skóla og allt niður í 4. bekk og einnig haldið námskeið fyrir foreldrahópa. Farið um allt land.
Margt jákvætt við tölvur en mikilvægt að hafa áhugamál sem etv. er hægt að styrkja með tölvunni, Hafþór er í golfi og skák og nýtir þar tölvuforrit.
Krakkar eru mest að spila leiki núna á netinu sem eru mjög ávanabindandi. Hafþór varar við þessum leikjum.  Nota öryggishnappinn hiklaust ef grunsemdir vakna um ólöglegt efni á netinu.  3 % barna hafa kynnst einhverjum á netinu.  57% hafa fengið fræðslu um netið.
FORMSPRING er mjög þekkt netsíða sem ein mesta eineltissíðan. Leitið aðstoðar ef þessi síða er komin í líf barns.
LAUSN MÖMMU vilja krakkarnir ekki lenda í, Mamman seldi tölvuna á meðan stráksi var í skólanum!  Strákur varð mjög fúll í viku en sá þá að best væri að eyða tímanum í önnur áhugamál.
DOSER.com er hættulegur hljóðvefur.
Leita aðstoðar með netvörn, Vodafone og Síminn aðstoða foreldra, parentcontrolbar.org er góður vefur til að stýra leikjunum, velja góða leiki fyrir barnið.
Leitið strax aðstoðar, margar leiðir til fyrir foreldra til að fyrirbyggja vandamálin.