Unnur Gísladóttir, framhaldsskólakennari og frístundaráðgjafi
Hvað hefur áhrif á kyngervi ungs fólks? (glærur)
Með fyrirlestra um jafnrétti kynjanna í kennslu, ólík aðstaða kynjanna. Byrjar strax á meðgöngu með félagsmótun. Jöfn staða kynjanna fjallar ekki bara jafnrétti. Kynin eru sett í box blátt og bleikt, boxin eru hluti af samfélaginu.  Annað boxið er valdmeira en hitt, sagan og reynslan; strákar eru hærri en stúlkur frá byrjun.  Karl sem tileinkar sér kvenlega hegðun er neikvætt sbr.: láttu ekki eins og kerling, ergo: kona er neikvætt.  Umræðan hefur verið mikil og við þekkjum hana í fjölmiðlum. Kynjamunurinn kemur þar mjög skýrt fram og krakkar sjá allt nú orðið og eru strax móttækileg fyrir áhrifum fjölmiðla og kynjamunur er alltaf greinanlegur.  Rannsóknir sýna að fjölmiðlar hafa ólík áhrif á neytandann. Lítil sjálfsmynd hjá stúlkum er áberandi og strákum er innprentuð kvenfyrirlitning.  Skilaboðin eru þrálát og við erum öll þátttakendur í þessari innrætingu frá byrjun. Mikil vanþekking er á skaðsemi þessarar innrætingar um þessi ólíku kyngervi.
Við getum breytt, skólinn þarf að taka á málum og margt bendir til að þar séu hlutir sem þarf að skoða betur; strákum og stúlkum er misboðið.  Markmið fræðslustarfsins ætti að vera “frelsi” til að vera maður sjálfur án tillits til kyns.
Verið að aðskilja menningu kynjanna, ofbeldi klám og annað veður uppi.  Ótti við orðið feministi veldur því að þessi mál eru ekki rædd og fordómar koma í veg fyrir að við séum að ræða jöfnuð kynjanna. Það er samt vitundarvakning í gangi, umræðan er mun meiri svo þekkingin er að breyðast út um áhrif kynjamismunar.  Við höfum áhrif, við erum samfélagið.
Guðbjörg Ríkey og Valgerður
Nýstofnað félag feminista í MR (glærur)
Nýstofnað feminstafélag í MR hefur vekið athygli, nú eru 240 skráðir félagar og af þeim eru 40% strákar.  Guðbjörg og Valgerður fjölluðu um þetta nýja félag í MR. Þær sýndu stöðu kynjanna í samfélaginu í auglýsingum og bíómyndum, misnotkun á konum og bentu á vefsíður sem ungt fólk notar mikið en þar er greinileg kynjamismunun í gangi: www.9gag. com og  www.friendzone.com.  Þær vilja brýna fyrir ungu fólki að það þurfi ekki að falla inní staðalímyndir sem birtast gjarnan í framleyddu kynningarefni; staðalímyndirnar eru rangar ekki þú.
Sigrún Daníelsdóttir, sálfræðingur hjá Embætti landlæknis (glærur)
Gerði að umfjöllunarefni sínu útlitsdýrkun sem birtist víða og þá ekki síst í fjölmiðlum. Stöðugt væri þar verið að senda skilaboð um hvað væri æskilegt útlit og ekki síst þegar kæmi að þyngd fólks. Það væri slæmt að vera feitur en gott að vera grannur. Sigrún tók dæmi um kvikmyndir og sjónvarpsþætti þegar leikarar væru gerðir feitir með þar til gerðum búningum. Oftar en ekki væri það gert til þess að gera grín að viðkomandi persónum, skilaboðin væru sterk.

50% stúlkna á Íslandi í 9.og 10. bekk grunnskóla hafa farið í megrun samkvæmt rannsóknum og 14% drengja. Þar af hefðu 10% stúlkna í undirþyngd farið í megrun. Svipað hlutfall hefði komið fram í rannsókn á 16-19 ára stúlkum sem einnig hefði sýnt tengsl þess við verri líkamsmynd og andlega og líkamlega heilsu. Rannsóknir hefðu ennfremur sýnt að 80% kvenna á Íslandi teldu að þær þyrftu að léttast. Þá uppfylltu einn af hverjum tíu framhaldsskólanemum greiningarviðmið um átröskum samkvæmt skimaprófi frá 2009. Þar af 15% stúlkna og 2% pilta.  Auglýsingar hafa gríðarleg áhrif, útlit almennt er ofboðslega sterkur ákvörðunarþáttur hvað varðar félagslega stöðu kvenna, þetta er eitt af því sem að mínu mati þyrfti að verða næsta baráttumál femínismans.