Naestifundur
Naesti_fundur17
skraningafundinn
n8verd14

___________________

skraningapostlista

___________________

_____________________

 

Náum áttum, morgunverðarfundir

Náum áttum er fræðslu- og forvarnahópur sem skipuleggur morgunverðarfundi um ýmis mál er varða forvarnir og velferð barna og ungmenna.  

Náum áttum hópinn mynda fulltrúar nokkurra stofnana og félagasamtaka sem vinna að forvörnum, velferð, vernd og mannréttindum barna. Þeir eru; Embætti landlæknis, Félag fagfólks í frítímaþjónustu FFF, Barnaverndarstofa, FRÆ Fræðsla og forvarnir, Reykjavíkurborg, Vímulaus æska / Foreldrahús, IOGT á Íslandi, Heimili og skóli, Þjóðkirkjan, Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, Barnaheill - Save the Children á Íslandi, Samband íslenskra sveitarfélaga og Umboðsmaður barna.
Ekki er talið ástæða til að stækka hópinn, þar sem hópurinn spannar flest svið er varða forvarnir og velferð barna, heldur er leitað samstarfs við aðra aðila hvað varðar efni til að fjalla um á morgunverðarfundunum. Náum áttum hópurinn, setur svo saman fundarefni og skipuleggur dagskrá fundanna og útvegar fyrirlesara og aðstöðu. 

Þeir sem vilja koma með hugmyndir að umfjöllunarefni á fundunum geta haft samband við aðila innan hópsins.  

Kynning morgunverðarfundanna fer að mestu fram með póstlistum þátttökuaðila og á vefsíðu og  facebook síðu Náum áttum.Mikilvægt er að fólk skrái sig á fundina fyrirfram svo hægt sé að áætla fjöldann.  Morgunverðarfundirnir standa undir kostnaði en fundargestir greiða fyrir morgunverð og húsaleigu. Þar sem engin rekstur er um verkefnið eru hvorki aðalfundir eða stjórn til staðar eða annað starfsfólk. 
Fyrstu fundir Náum áttum voru haldnir árið 2000 en þá var mikil umræða um eiturlyf og forvarnir og innan verkefnisins Ísland án eiturlyfja 2002 vaknaði þessi hugmynd um að efla þyrfti samstarf um upplýsinga- og fræðslustarf um vímuvarnir.  Nú spannar umfjöllunarefni Náum áttum fundanna allt litróf forvarna. 

Þegar hafa verið haldnir 70 fræðslufundir á vegum Náum áttum við góðar undirtektir hinna ýmsu fag- og leikmanna en fundina hafa sótt að meðaltali 70 - 80 manns eða um 5000 á 12 árum. Á þessum tíma hafa yfir 200 fyrirlestrar verið fluttir og bæði fræðimenn, stjórnamálamenn, foreldrar, ungmenni og sérfræðingar á ýmsum sviðum komið við sögu. Það sem hefur einkennt fundina er bæði góð stemning og hversu fjölbreyttur hópur hefur sótt þá.

Upplýsingar um alla fundina má finna á þessari heimasíðunni og hér má einnig nálgast ítarefni eins og glærur með fyrirlestrum, upplýsingar og skráningarform fyrir næstu fundi.