Rafn Jónsson, verkefnastjóri áfengis- og vímuvarna hjá Embætti landlæknis (Glærur)
Fyrirlestur Rafns nefnist H2O og fjallar um óbein áhrif áfengisneyslu á samfélag og einstaklinga og sagði Rafn m.a. frá því að Sameinuðu þjóðirnar (WHO) og stofnanir ESB hefðu tekið saman viðamikil göng um þennan lítt kannaða málaflokk. En hugtakið “passive drinking” hefur þannig fengið vaxandi athygli þjóða um þær afleiðingar sem neytandi áfengis veldur öðru fólki og samfélaginu eða “harm To others” (H2O).
Hér eru viðkvæm mál og flókin á ferðinni sem þarf að ræða, þótt neysla áfengis sé í sjálfu sér einkamál hvers og eins.
Áfengi er þriðji stærsti áhættuþáttur í heiminum fyrir ótímabærum dauðsföllum, tengt ofbeldi, vanrækslu og misnotkun, sambandsslitum og skertu vinnuframlagi. Í samþykktum WHO er m.a. ályktun um að allir eigi rétt á „miklum vörnum“ gegn þessum skaðlegu áhrifum áfengis.
Skaðinn er oft tengdur magni þess sem neytt er. Því meira drukkið því skaðlegri afleiðing. Neyslan hefur áhrif á fjökskyldu, vinnu, vini og ýmislegt eins og fæðingarþyngd barns, erfiðleika í samskiptum, ofbeldi, skemmdarverk og óöryggi borgaranna.
Hvað þarf að skoða? Ýmislegt verður að rannsaka nákvæmar til að fá heildarmynd af vandanum. Greina betur áhrif neyslu, meta umfangið v. óbeinna drykkju og síðan þarf að verðleggja viðbrögð í kerfinu hversu mikið kostar að mæta þessum vandamálum. Verðmiðinn er almennt hár og heildarkostnaðurinn mjög hár.
Ekkert vímuefni veldur eins miklum skaða og áfengið skv breskri rannsókn. ESB lét gera úttekt af því hvað kerfin sem vandinn fellur á kosta samfélagið. Ástralar eru búnir að skrá 367 dauðföll vegna áfengsineyslu annarra og 14.000 innlagnir á sjúkrahús (glærur).
Á Íslandi hefur verið gerð úttekt á kostnaði v. neyslunnar t.d. var niðurstaða Ara Matt. að kostnaður vegna skaðsemi áfengisneyslunnar væru 53-85 milljarðar. Skv. gögnum lögreglu eru 89% afbrota í 101 framin undir áhrifum áfengis eða annarra vímuefna.
Sænskir vísindamenn tóku saman öll úrræði vegna áfengisvandans þar í landi, sem sýndi hversu gríðarleg áhrif áfengisneysla hefur á öll samfélagskerfi og stofnanir í landinu. Myndin er eins og fóknasta skipurit úr rafnmangstöflu stórhýsis (sjá glærur).
Áfengisneysla er ekki einkamál neytandans, þótt áfengi sé notað til að “deyfa sársaukann” færist vandinn einfaldlega yfir að aðra.
Ung stúlka NN segir sögu sína. Upplifun barns í alkóhólistafjölskyldu
Áfengi hefur mikil áhrif á börn. NN bjó hjá foreldrum til 11 ára aldurs. Býr hjá öðrum bróður sínum núna. Búinn að fara til margra sem vilja hjálpa, lækna og ráðgjafa. Það hjálpaði henni mikið í byrjun. „Námskeið hjálpa manni mikið og að vera með öðrum krökkum með sömu reynslu“. NN hefur áhuga á að hjálpa fleiri og vekja athygli á því sem þarf að gera. Mörg námskeið eru til, ekki auglýst nógu vel, þar sem börnum er hjálpað. Fyrst var foreldrum NN hjálpað en henn var ekki eins mikið hjálpað, og því leið henni alls ekki vel á tímabili, hefði viljað fá meiri hjálp strax. Þarf að fá fleiri ráð hjá aðstoðarfólki, best fyrir börnin að geta rætt strax við aðra og að vera með krökkum í sömu stöðu eða jafnvel bara einhverjum krökkum. NN var ekki ánægð með foreldrana, forðaðist að þau kæmu nálægt skólanum en er núna hætt að hugsa þannig og skammast sín ekki þannig lengur fyrir þau. Fólk má ekki gleyma börnunum. NN fann guð og finnst það hafa hjálpa sér mest. En hver og einn þarf að finna leiðina sem hentar. Margir krakkar eru þarna út sem þurfa hjálp, þau þora ekki að láta á sér bera en vilja endilega að þau séu tekin inn í hópinn.
Lárus Blöndal, sálfræðingur hjá SÁÁ (Glærur)
Lárus kallar fyrirlestur sinn „Mamma drekkur aðeins á hverju kvöldi“ (Jóna 8 ára). Skömmin er innifalin í alkóhólsimann, ekki segja frá. Hverju barni finnst það vera eitt í heiminum og þorir ekki að láta vita af sér. Börn hafa „þjálfun” í að láta ekki vita af vandamálinu heima. 80% af inniliggjandi sjúkl. á geðdeildum eru börn alkóhólista. En hvenær veit maður að maður er alkóhólisti, hann veit það síðastur.
Umhverfi barns er afar flókið og margir þættir sem verka á líðan og líf, áfengisneysla er alls staðar, allt skemmtanahald og viðburðir innibera vínneyslu. Ísland er marinerað af víni, alls staðar er vínið.
Í Noregi sýndu rannsóknir að börn kvíða sumarfríssins, sólarlandaferða v. áfengisneyslu foreldranna.
95% drekka af fullorðnum. „Ef börn eiga ekki að byrja að drekka ættu þau að hætta að horfa á fullorðna drekka“ (Jóna 8).
Við eigum ekki að drekka fyrir framan börnin (80% vilja ekki að drukkið sé) en 50% gera það sýna rannsóknir. Viljum við ekki öll vera gott foreldri? Það er gott þegar allt gengur vel en við hugsum alltaf það kemur ekkert fyrir mig. Hinir eru með vandamálin. Enginn ætlar að verða alkóhólisti. Alkóhólismi er fjölskyldusjúkdómur, þar ríkir þöggun tilfinninga og trausts, eru undir álagi ekki síst börnin.
Börn eru ofurnæm fyrir umhverfi sínu. „Ungbörn skynja allt en skilja ekkert”. Vanmat er á því að börn skilji ekkert vegna aldurs. Börn skynja hins vegar allt og geta munað smáatriðin betur en fullorðnir en það sem reynir mest á börn er óvissa og óöryggi.
Það er fullt starf að vera alkóhólisti, öll vikan er undirlögð og fjölskyldan er sett til hliðar vegna spennunnar og óregla er á öllum hlutum. Börnin eru því ekki búin að tala um málin þegar þau koma fyrst til ráðgjafa. Þá sýna þau oft ytri einkenni á innri líðan. Andleg og líkamleg einkenni hefta líf barns alkóhólista og einbeiting þess er mjög skert. En sum börn standa sig samt mjög vel í ölli því sem þau taka sér fyrir hendur, félagslega strek og vinamörg. Þá er einn aðili sem getur breytt öllu fyrir barnið, t.d. amma, kennari eða ráðgjafi.