Naestifundur
Naesti_fundur17
skraningafundinn
n8verd14

___________________

skraningapostlista

___________________

_____________________

 


 

Foreldrar í vanda - Vímulaus æska í 30 ár


 Þessi fundur Náum áttum var undirbúinn í samstarfi við Foreldrahús /Vímulausa æsku en þessi grónu foreldra- og forvarnasamtök héldu um þessar mundir upp á 30 ára starfsafmæli sitt. Fundarefni Náum áttum fundarins á Grand Hóteli tengdist þannig málefnum foreldra í vanda sérstaklega.  Erindin fluttu Una María Óskarsdóttir, lýðheilsufræðingur sem fjallaði um ný samþykkta stefnumörkun í lýðheilsumálum með áherslu á þátt foreldra í þeirri stefnu, Guðrún Ágústsdóttir, fjölskylduráðgjafi fjallaði um mikilvægi starfs í foreldrahópum, tveir foreldrar sögðu sögu sína á fundinum og að lokum flutti Sigríður Birna Valsdóttir, leiklistar- og meðferðarfræðingur erindi um hinsegin börn og unglinga og hvernig fræðsla getur eytt fordómum. Fundarstjóri var Guðni R Björnsson, framkvæmdastjóri Foreldrahúss. Hér er auglýsing fundarins í PDF. Fundurinn var sæmilega sóttur en þennan sama dag, 26. október, var OPIÐ HÚS í Foreldrahúsi Suðurlandsbraut 50 í tilefni tímamótanna, þangað var fundarmönnum einnig boðið.

Hér má sjá upptökur af erindum Unu Maríu og Siggu Birnu.
Una María Óskarsdóttir;  Ný samþykkt stefna í lýðheilsumálum - foreldrastarf  fyrri hluti
Una María Óskarsdóttir, seinni hluti
Guðrún Ágústsdóttir; starf í foreldrahópum
og Sigríður Birna Valdsdóttir; Hinsegin börn og unglingar


 
 

 
 

til baka