Steinunn Bergmann, verkefnastjóri Barnaverndarstofu
Barnaverndin (GLÆRUR)
Barnaverndin (GLÆRUR)
Réttindi barna eru tryggð í barnalögum, réttur til að vera vernduð fyrir hvers kyns erfiðleikum. Skylt er af sveitarfélögum að veita börnum þá aðstoð.
Alls eru starfandi 28 barnaverndanefndir um land allt, þeim hefur fækkað þar sem m.a. sum sveitarfélög sameinast um barnaverndanefndir. fiær eru með starfsmenn á sínum snærðum og erum pólitískt kjörnar á hverjum tíma. Starfsmennirnir bera hitann og þungann af starfi nefndanna. Tilkynningarskylda til barnaverndar liggur hjá yfirvöldum og starfsfólki innan sveitarfélagsins. Helstu málaflokkar barnaverndar eru vegna vanrækslu, ofbeldis og áhættuhegðunar barns (sbr glærur).
8-9000 tilkynningar hafa borist barnaverndar árlega síðustu árin. Flestar eru frá lögreglu eða um helmingur og talvert er um tilkynningar frá skólum. 20% tilkynninga eru vegna ofbeldis. Eftir hrun jókst tilk. um 1000, ma þar sem verið vara að fylgjast enn betur en áður með velferð barnanna. Aukiningin var frá aðstandendum en ekki lögreglu. Tilkynningar voru vegna 5000 barna árið 2010. Mál sem voru könnuð í framhaldi voru 3.121. Stuðningurinn barnaverndar fór fram heima hjá 1.664 börnum. 359 börn eru vistuð árlega utan heimilis. Krafa um sviftingu voru 15 talsins, dómstól þurfti í 6 málum en sátt náðist í 9 málum. Barnið þarf að samþyggja vistun utan heimilis. Foreldrar í vímuefnaneyslu eða í geðvandamálum eru oftast ástæður þess að börnin lendi í mjög erfiðum málum.
Við tilkynningu eru ekki öll mál sett í farveg. fiegar það gerst eru foreldrar fyrstir kallaðir í viðtal og upplýsinga leitað hjá aðilum í umhverfi barnsins, stofnanunum og ættingjum. Ef ástæða er til að barnav. taki málið að sér fer í gang meðferðaráætlun í samstarfi við foreldra og barn. Niðurstaðan getur síðan verið sú að leitað er aðstoðar utan heimilis um úrræði. Ef um þvingunarúrræði er að ræða er leitað samþykkis for. ef um barn er að ræða og síðan dómstóla ef um meirháttar inngrip er að ræða ss forsjármál.
Gunnlaug Thorlacius, félagsráðgjafi á geðsviði Landspítalans
Fjölskyldubrúin (GLÆRUR)
Þróað sem úrræði síðustu 4 árin innan LHS og er tilboð til foreldra sem ekki treysta sér sjálfir til að ræða um veikindi sín við börnin sín. Stuðningur er veittur af ósk veika foreldrisins, hvatinn þarf að koma þaðan. Þverfaglegur hópur á nokkrum deildum LHS hefur fengið þjálfun og handleiðslu. Gagnreyndar rannsóknir hafa sýnt fram á árangur. Stuðningsaðilar ræða við foreldra og börn eftir ákveðjum verklagi sem miðar að því að foreldrar opini sjálfir umræðuna út frá þörfum barnna. William Beardslee er upphafsmaður, ísl sérfr. fóru utan til að tileinka sér þetta úrræði. Um 15 manns eru núna starfandi við úrræðið.
Byggist á 4-6 vikna prógrammi, vikuleg viðtöl þar sem málin eru lögð fram og skoðuð í samstarfi við veika foreldrið og börnin sem um ræðir. Fjölskyldufundir í lokin eru síðan lykilfundir til að fá málin á hreint.
Megið markmiðið er að styrkja foreldrið til að ræða veikindi sín, minnka áhyggjur barnsins og draga úr ábyrgð á líðan foreldra, leiðrétta misskilning og koma í veg fyrir flutning geðrænna erfiðleika á milli kynslóða.
Vinna núna með þungaðarkonur og konur með barn á 1. ári líka. Þessi stuðningur er til að auka samskipti fjölskyldunnar og efla stuðningsnetið sem er í kringum fjölskylduna. Draga fram verndandi þætti í daglegu lífi. Geðrænn vandi er þekktur áhættuþáttur fyrir líðan barna, oft ríkir þögn um vandann og veikt foreldri getur valdið börnum vanlíðan og erfiðleikum. Foreldrar nota ólíkar leiðir í vanlíðan og “pandóruboxið” er opnað sem ekki er auðvelt nema vel sé haldið á málinu. Viðkvæmni eykst og þess vegna verður foreldri að vera “sjálstætt” og þarfnast ekki forsjár heldur stuðning. MA ritgerð um árangur Fjölskyldubrúar liggur fyrir og kom vel út.
Hákon Sigursteinsson, sálfræðingur Þróunarmiðstöðvar Breiðholts ÞB
Náum saman! (GLÆRUR)
Allt sem lítur að börnum þarf að vinna í samstarfi, kerfin og fagfólkið. Þjónustumiðstöðin hefur verið í þróun síðustu misserin. þjónustan er flókin (sbr. píramídi í glærum), heldur utan um lmannaþjónustu, sérhæfð þjónusta og stofnanir. Eru að sinna almennri félagsþjónustu við íbúa ss. fjárhags, húsnæðismál og stuðning, þjónustar leik- og grunnskóla í hverfinu, börn og foreldra þeirra, teymi tengiliða er við hvern skóla, fundur eru jafnvel haldnir í skólum, sjá um bráðamál / viðtalsbeiðnir / skólamál, tilvísanir, skýrslur og læknabréf frá greingaraðilðum.
Það hafa allir nóg að gera sem sinna málefnum barna og ekki batnaði það eftir hrun, t.a.m. varð 100% fjölgun á fjárhagslegum stuðningi við fjölskyldur. Tengiliðir ÞB þekkja vel skólann og börnin og sinna bráðamálum ss agamálum, skólasókn eða lögbrotum, viðtalsbeiðnum frá starfsmönnu og foreldrum. Erindi berast skólaþjónustu ÞB, greining er gerð á málinu og úrræðin fara af stað. Mikil fjölgun beiðna eftir hrun, en ÞB hefur komið meira að málum og fylgt þeim eftir, fækkun tilvísana er að koma fram núna. ÞB gerir mögulegt að unnið sé úr málum með fjölbreyttari hætti og á lengri tíma, ss með námskeiðum, rágjöf eða samráði. Nú er unnið lengur í hverju máli, 27% leikskólabarna eru innan ÞB og 26% grunnskólabarna (eru komin inn, í gangi eða skoðun).
Ávinningur af samvinnu kerfanna; þróun úrræða, ný úrræði eins og ráðgjafinn heim, morgunhani, liðveisla í samvinnu við félagsmiðstöðvar og sértæk námskeið eins og PMT, kvíðanámskeið HAM klókir krakkar, námskeið HAM v. tilfinninga „mér líður eins og ég hugsa“. Skimun á tilfinningavanda í 9. bekk hefur verið gerð í árganga 98, 97, 96 og 95 eða á um 2000 unglingum. Það hefur leitt til þess að tilvísunum hefur fækkað. Ávinningur af samvinnunnni er mikill, samráð er t.d. við heilsugæslu efra Breiðholts, Mjódd, Bugl ofl. Mánaðarlegir fundir eru haldnir, þjónustan er komin nær og því fleiri möguleikar á þróun úrræða ss. klókir krakkar (glærur).
Næstu skref ÞB eru að styrkja umhverfi barna sem eiga í erfiðleikum, almennt og sértækt með gagnreyndum aðferðum, í samvinu heimila og skóla. Breyta þarf vinnuaðferðum barnaverndar með þjónustuteymi í kringum meðferðaráætlanir þar sem starfsfólk barnaverndar eru ábyrgðaraðili teymisvinnu. Og þannig komist nær barninu í þess umhverfis.
Umræður
ÞB afgreiðir öll mál sem koma til hennar, afgreiðslan er ekki einhliða þegar liggur fyrir hvað eigi að gera. 2 af hverjum 5 málum barnaverndar almennt eru ekki skoðuð þar sem tilkynningar eru ekki nógu “hæfar”. Hvers vegna vinnum við ekki allar tilkynningar?
Ekki verða að málum tilkynningar frá barnavernd, sérstaklega þau sem koma frá lögreglu eða aðilum sem eru langt frá barninu. Mál frá leikskóla eru yfirleitt skoðuð enda koma þau þaðan þegar málin eru orðin mjög alvarleg.
Fjölskyldur af erlendum uppruna eru 8% af íbúum Íslands. Eru illa aðlagaðar í samfélaginu, verðum að fara að hjálpa meira börnum úr þessum fjölskyldum. Lagt til að N8 haldi fundi um málið.
Steinunn: Flestir hópar innflytjenda eru í málum sem BVS vinnur með, mikið um börn í ofbeldismálum koma þaðan en flókin mál og þurfa mikinn stuðning með ýtarúrræðum. Ekki gleymdur hópur segja tölur BVS. 15% barna á Íslandi eru af erl. uppruna.
Móðir spyr: Hefur orðið fækkun tilkynninga, hvers vegna? Í einum leikskóla í Breiðholti eru börnin frá16 ólíkum þjóðernum.
Hákon: Í Breiðholti eru hlutfallslega flest börn af erl uppr. Málum fækkar af því að fleiri úrræði eru í boði og málin fara ekki aftur út fyrr en í lengstu lög.
Eru skólar upplýstir um streytu hjá börnum og ofbeldi, hvað þarna sé á ferðinni? Starfsfólk skóla átti sig ekki á því hvað ofbeldi er og hvernig eineltið þróast í ofbeldi. Hvernig er sú staða með upplýsingagjöf um þetta atriði?
Steinunn: Endurmenntun er fyrir fagstéttir um vanrækslu og ofbeldi, en ekki mikið farið fram innan skóla. Kynferðisofbeldisvakning í skólum fór af stað í haust og kemur mikið við málefni eineltis og ofbeldis sem vonandi skilar sér líka til fagfólks.