Framsöguerindi fluttu Héðinn Svarfdal Björnsson, verkefnastjóri Lýðheilsustöð sem fallaði um unglinga og áfengi og afstöðu foreldra til þeirra mála og Hrefna Ólafsdóttir, félagsráðgjafi og aðjúnkt við HÍ sem fjallaði um Fjölskylduna sem öryggisnet. Fram koma í erindum að rannsóknir sýni tengsl á milli viðhorfa foreldris til áfengisneyslu og ungingadrykkju en bæði aðhald og skoðanir foreldra hafa afgerandi áhrif á áfengisneyslu barna þeirra. Foreldrar eru það öryggisnet sem getur með meira afgerandi hætti en aðrir aðilar eða úrræði komið í veg fyrir að börn leiðist út í skaðlega áfengisneyslu á unglingsárum.
Fundarstjóri: Helga Margrét Guðmundsdóttir