Árni Guðmundsson
„Með bjórdollu í annarri hendinni og forvarnastefnu í hinni“ (Glærur)

Margt gott er gert í forvarnarstarfi innan íþróttahreyfingarinnar, en margt má betur gera. Töluvert af fjármunum rennur til æskulýðs- og íþróttamála, eða um 13,5 milljarðar á ári. Þegar fólk þiggur svona mikið af opinberu fé, þá hefur það skyldur við samfélagið. Það verður að vera yfir allan vafa hafið.
Íþróttir sem uppeldisstarf og íþróttir sem iðnaður eru tvennt ólíkt, allt önnur lögmál ráða varðandi uppeldisstarf. Þess vegna getur íþróttahreyfingin ekki verið í samstarfi við annað en það sem er til sóma. Mörg íþróttafélög hafa forvarnastefnu á heimasíðum sínum en hjá KSÍ er hana ekki að finna.
Árni spurði hvort heimsþekktir íþróttamenn væru ekki skyldari sápuóperustjörnum í vanda en fyrirmyndum. Þetta væru ekki góðar fyrirmyndir. Hann gerði líka að umtalsefni áfengisauglýsingar á búningum íþróttamanna, en eftirlíkingar af þeim eru seldar í barnastærðum. „Varðar það kannski við barnaverndarlög að fjögurra ára gamalt barn skuli ganga um með áfengisauglýsingu?“

Auglýsaspjöld eru hvarvetna og nálægt íþróttasvæðum auk þess sem áfengi er auglýst á netmiðlum og auglýsingasvæðum íþróttafélaga sbr. auglýsingar í kringum Þjóðhátíð íþróttafélaganna í Eyjum.
Árni rifjaði upp mótmæli gegn áfengisauglýsingum og hvaða árangur þau hafa borið en það hefur engin kæra borist varðandi áfengisauglýsingar frá árinu 2009. „Virðingarleysið gagnvart réttindum barna og unglinga er algjört.“ 

Íþróttahreyfingin er í slæmum félagsskap með áfengisbransanum. Því miður er fullt af skussum sem halda að peningar, hvaðan sem þeir koma, séu góðir fyrir félagið. Það þýðir ekkert að vera með bjórdollu í annarri og forvarnarstefnu í hinni. Ef maður ætlar að ná árangri, þá verður maður að vera heill. Bjórinn er eins og leiðinlegi frændinn í partýinu sem fær að vera með því hann á fullt af peningum. Sveitarfélögin eiga auðvitað að skilyrða allar sínar styrkveitingar til íþróttahreyfingarinnar.

Viðar Halldórsson, félagsfræðingur og lektor í HR
Forvarnagildi íþrótta- og tómstundastarfs

Þegar talað er um íþróttir sem forvarnir, þá verðum við að vera alveg viss um hvað við erum að tala um. Forvarnargildi íþrótta virðist fyrst og fremst ná til þeirra ungmenna sem stunda íþróttir innan íþróttahreyfingarinnar. Þeir sem stunda íþróttir á eigin vegum eða t.d. inni í líkamsræktarsölum, njóta þessara áhrifa ekki að sama skapi.
Þeir sem stunda íþróttir innan íþróttafélaga eru ólíklegri til að reykja sígarettur og til að nota munntóbak. Þetta þýðir auðvitað ekki að allir þeir sem stunda íþróttir séu í toppmálum. En þeir eru ólíklegri til vímuefnanotkunar.
Viðar hefur gert ýmsar rannsóknir á þessu sviði, meðal þess hefur hann kannað steranotkun ungmenna. Í ljós kom að steranotkun var miklu líklegri hjá þeim sem æfðu íþróttir utan skipulagðs íþróttastarfs.
Það er eitthvað í skipulögðu íþróttastarfi sem skiptir máli.  Viðar nefndi ýmsar ástæður komi til greina ss. krakkar af „góðum heimilum“ séu líklegri til að taka þátt í skipulögðu starfi, börn með slíkan bakgrunn fái hugsanlega betri fræðslu um holla lífshætti heima hjá sér.

Það má vel vera að það sé hluti af skýringunni, en við höfum ekki sannreynt það. En hugsanlega byggir skipulagt íþróttastarf á einhverjum tilteknum gildum, sem stuðla að minni vímuefnanotkun. Það má ætla að það sé eitthvað í umgjörð íþrótta sem kennir heilbrigt líferni. Félagsáhrif eru mjög sterk í íþróttastarfi þannig að þátttakendur tileinka sér gildi og lífsstíl sem skapast á löngum tíma.
Viðar sagði að skýran greinarmun þyrfti að gera á íþróttum sem uppeldisstarfi og markaðsvæddum íþróttum. Hann nefndi líkamsræktargeirann sem dæmi um hið síðarnefnda. Þar er verið að selja skyndilausnir í formi fæðubótarefna og brúnkukrema. Þarna greinir á milli íþrótta í uppeldisskyni og markaðsvæddra íþrótta.  Íþróttastarf er í eðli sínu uppeldisstarf, en þegar auglýsingamennska er orðin áberandi erum við komin á hálar brautir.

Umræður:

Margrét Júlía: Krakkar detta of snemma úr íþróttum, sem hefur ekki góð áhrif á þau. Er litið á krakkana sem hráefni sem íþróttafélagið þarf að nýta greininni til framdráttar frekar en að leyfa öllum að vera með.

Viðar:  Árangur og uppeldigildi er sífellt í umræðunni, mikil krafa er gerð til íþróttafélaga um færni og fagmennsku. 10% fleiri stunda íþróttir nú en gerðu árið 1992.

Árni: Markmiðið á að vera að krakkar öðlist lífsgæði með þátttöku í íþróttum, ekki að læra það að einn verði bestur.

Rafn:  Hvaða máli skiptir þátttaka foreldra í þessu starfi?

Viðar:  Góður árangur í forvörnum meðal barna undanfarið er afrakstur af því sem foreldrar eru vissulega þátttakendur í – núna meiri en oft áður. Sýnir að sjálfboðaliðastarfið í íþróttahreyfingunni er afar mikilvægt í lengd og bráð, foreldrar eru partur af því.Aðrar tómstundagreinar eru ekki eins áhrifamektar og íþróttaiðkun. Gildi tómstunda er mjög sterkt alla ævi og gefur fólk lífstilgang. Fjárhagur fjölskyldu getur haft áhrif á þátttöku barna í íþróttum.

Spurn: Fótbolti og handbolti hafa sérstaka stemmingu/menningu þar sem mikið er um markaðssetningu áfengis, missum við þetta til áfengisiðnaðarins?

Árni:  Áfengisneysla ungra karla hefur aukist í tengslum við íþróttaviðborði, sjá leikina heima með bjór, hugmyndin sem kemur frá framleiðendum áfengis og mjög mikið fjármagn er í þessum iðnaði.

Viðar:  Hægt að nota íþróttastarfið til að þjálfa markvisst andlegan styrk og félagsfærni, sem mótvægi við auglýsingamennskuna. Áfengisauglýsar eru neikvæðar í jákvæðu umhverfi íþróttanna. Styrkja þarf krakkana til að geta hafnað þessum lífsstíl sem dregur úr árangri og þátttöku.

Sveinbjörn:  Er þetta foreldravandamál?

Viðar:  Foreldrar skipta miklu máli, viðhorf þeirra og hegðun skila sér í allt sem börnin gera..

Viðar J:  Tóbaksauglýsingabanni var komið á að tilstuðlan eins þingmanns sem vann það gegn ríkjandi viðhorfi annarra þingmanna, en með stuðningi Ellerts B Schram, forseta ÍSÍ, kom hann þingheimi í skilning um áhrif auglýsinganna.  Fjölmiðlarnir tölu sig ekki geta verið án þessara tekna, eftir á er engin í vafa um réttmæti þessa banns.  Er þetta mögulegt í áfengisauglýsingamálinu?

Árni:  Ekki tekist að snúa þessu við núna, fjármunirnir eru mjög miklir þegar kemur að áfengisauglýsingum.

Viðar: Latibær er sýndur á morgnanna með auglýsing frá MacDonald þar sem leikföngin eru auglýst, ekki maturinn. Hrein markaðssetning en hverjir vilja stuðla að því að svona markaðssetning verði bönnuð? Hverjir geta komið inní áfengisbannið í staðinn fyrir ÍSÍ í tóbaksmálinu?

Margrét Sigurðardóttir, forstöðumaður í Selinuá Seltjarnarnesi: Mikið talað hér á fundinum um íþróttastarfið en ekkert um annað tómstundastarf. Það segir mér að tómstundastarf/félgamiðstöðvastarfið er í góðu lagi.  Þar eru skýrar reglur um vímuefni og hafa náð stórgóðum árangri í forvörnum.  Það gæti kennt dálítið hvernig á að vinna uppeldisstarf í íþróttafélögum. Af hverju ekki að hafa alla þjálfara á launum sveitarfélaga, þjálfara sem hafa menntun og þekkingum á þessu og sjá um að börnin séu í lagi ?

Spurn: Aukin álagsmeiðsli eru hjá börnum skv. könnunum. Erum börnin að æfa of mikið?

Viðar:  Mörg hver já og er eitt af vandamálum íþróttaiðkunnar.  Við þurfum að skilgreina betur íþróttastarf meðal barna annars vegar og afreksíþr. hins vegar.

Salur: Erum ekki að æfa of mikið miðað við aðrar þjóðir.  Vandinn á Íslandi er að börn eru í of mörgu starfi með íþróttum.

Lokaorð

Árni: Bæjarfélög þurfa að sýna meiri ábyrgð þegar setja þarf mörk um markaðssetningu á vímuefnum þar sem börn eru.  Ef þau gera það ekki gerir það einhver annar óæskilegri og núna erum við komin út fyrir mörkin sem við eigum að sætta okkur við.  Menntun leiðbeinenda og starfsfólks í barnastarfi eru mun meiri en áður og skilar sér í faglegri vinnu í dag.  Miklar þjóðfélagsbreytingar kalla á að við séum með í því að aðlagast breyttum uppeldisskilyrðum.

Viðar: Mikill árangur í málefnum unglinga 13-15 ára.  Slagurinn færst í framhaldsskólann og því þarf að bregðast við.  Hægt með samstarfi allra og eins og gerst hefur í grunnskóla. Svo þarf að gera eitthvað í markaðsmálum íþróttaiðnaðarins. Leikurinn er ójafn, fjölmiðlar eru alþjóðlegir og fjárhagshagsmunir miklir.  Möguleikinn etv í því að styrkja krakkana til að standa af sér þetta áreiti, félög og foreldrar hafa möguleika sem þarf að nota betur.